fimmtudagur, 15. maí 2008

::Hobbiddigobb::


Mynd dagsins er af henni Kolku minni. Þessi mun vonandi mæta með mér í kvennareiðina árið 2011 (hehe) Langt í það kanski... en það er samt sem áður planið. Annars verslaði ég 16 kg af kjöti á rýmingarsölunni áðan.... mmmmm ... nóg af kjöti á grillið svei mér þá. Annars er mestmegnis bara vinna og meiri vinna næstu vikurnar, nema það að ég verð í fríi á mánudaginn og þriðjudaginn. Jiii hvað ég hlakka til.

miðvikudagur, 14. maí 2008

::Píur og húsmæður::

Jomms ... eru ekki allar að verða klárar í helgina? Ekki býst ég við að mæta á svæðið þar sem ég verð að vinna, en þetta verður eflaust þrusu-stuð hjá ykkur. Góða skemmtun bara til þeirra sem ætla að skella sér.

Annars er ég enn að brasa við að koma mér í það að gera eitthvað í þessari síðu, en ekki er mikið búið að gerast enn. Þarf eiginlega að bæta inn fleiri linkm og sonna. Kanski einhverri könnun líka. En á hverju ætti maður að gera könnun??hmmmmm...

fimmtudagur, 8. maí 2008

::Bara þreytt::

Alveg er það merkilegt hvað maður er svaðalega þreyttur eitthvað þegar maður þarf að gera helling af drasli....... djöfullinn sjálfur.

En hvernig er það... er fólk eitthvað farið að undirbúa sig fyrir unglist 2008?? Það hlýtur að fara að koma tími á það.

laugardagur, 3. maí 2008

::Jamm og jæja::

Það er laugardagskvöld og ég sit hér í sófanum á Gilsbakkanum... búin að dotta aðeins og sonna, og það var bara gott. En einhverra hluta vegna að þá bara varð ég að yfirgefa draumaheiminn þar sem að mér fannst eins og ég ætti að vera að gera eitthvað voðalega merkilegt. En......... ekki hef ég hugmynd um hvað það á að vera...hehe... ein að verða svolítið klikk... er ekki frá því sko!!! En að öðru...... ég er bara búin að vera skelfilega slök í blogginu bara frá því að ég byrjaði með bloggsíðu..... og nei ... ekki ætla ég að fara að lofa því að ég sé að fara að laga það eitthvað.... a-aaa...það verður bara að koma í ljós með tímanum .... híhí.... en nokkrir punktar hér ..... smá pæling...

  • Ætti maður að fá sér línuskauta fyrir sumarið?(gæti verið gaman)
  • Hvernig fer maður að því að sanka að sér svona miklu drasli?(ég bara spyr)
  • Ein clueless... tíðkast það að gefa trúlofunargjafir???
  • Er ég sú eina sem er hrædd við að fara í klippingu?
  • Hvenær kemur sumarið?
  • Alls ekki dugleg að fara á AA fundi... en edrú er ég þó...
  • Fer kanski að koma tími á að hætta að reykja..eða hvað??
  • kyss-kyss-kel-eða-út-af..... hver man ekki eftir því?

Bara þreytt... ekkert áríðand sem þarf að gera... nema eitt......(forvitnir fá ekki að vita..hehe)