þriðjudagur, 14. júní 2011

::frí,frí,frí ::


Það er yndislega kjánalegt að vera í sumarfríi, og ekki get ég sagt að ég sé vön því að vera í svoleiðis fríi. Heimilið mitt hefur sjaldnast haldist svona fínt marga daga í röð, ég hef ótrúlega mikinn tíma til að gera allt og ekkert. Ég er búin að fara ótrúlega oft austur á Ægissíðu síðustu daga, sem er ljúft... fullt hægt að gera í þessum frítíma en spurningin er bara hvað maður ákveður að gera hahahaha.
Nokkrar myndir af Sörunni fylgja þessari færslu.....










sunnudagur, 12. júní 2011

:: Dagur tvö ::

Merkilegt hve lítið álit maður getur haft á sjálfum sér. Ég hef alltaf talið mig vera með svakalega litla sjálfstjórn, að ég sé ekki nógu staoil til að gera hitt og þetta. En nú er það svo að ég er á öðrum degi í tóbaksbindindi, og gengur það enn, þannig að einhverja sjálfstjórn hlýt ég að hafa í mér. Hins vegar verð ég að segja að þessir tveir dagar eru búnir að vera fáránlega lengi að líða. Kanski að hluta til út af því að ég get bara alls ekki sofið út á morgnanna, sem er ferlegt. Sama hvað ég reyni þá bara gengur það ekki upp... rise and shine klukkan átta og ekki mínútu seinna. Þetta er eitthvað sem ég verð að reyna að vinna í ....