sunnudagur, 22. maí 2011

::Ný byrjun::

Er ekki málið bara að minnka notkunn á facebook og blogga í staðinn? Ég er að spá í að prufa það allavegana.

Nú er komið að blessuðu þrifunum í skólanum, en það styttist óðum í hið langþráða sumarfrí... jibbý!! En það eru samt einhverjar vikur í það enn þannig að málið er bara að massa þessi þrif og vera búin sem fyrst. Undanfarnar vikur er ég búin að vera í letikasti dauðans, og það er ekki laust við að ég skammist mín örlítið fyrir það. Ídag ákvað ég að vera sniðug og skella mér á Ægissíðuna fögru og váá hvað það var ljúft, það er allt of langt síðan ég hef farið þangað. Mamma, Sara og Dóra Birna komu með og við kíktum á folaldsmerarnar og tryppin líka, enn sem komið er eru bara komin fjögur folöld. Á heimleiðinni kíktum við í kaffi á Þorfinnsstaði og ég fór heim með fullan dall af eggjum sem að eiga eftir að koma að góðum notum. Þegar heim var komið fór ég í þrif-gírinn og tók aðeins til hendinni, merkilegt hve vel manni getur liðið eftir svolítil þrif.

1 ummæli:

aldisojoh sagði...

gaman :)

...koma svo með myndir líka..vííí.

Dís