þriðjudagur, 24. maí 2011

:: Sveitasæla ::

Veit ekki alveg hvað er að gerast eiginlega... tvisvar sinnum á einni viku er ég búin að fara austur á Ægissíðu, og það er bara yndislegt. Enn bara komin 4 folöld, en það styttist í fleiri. Þessi litlu líf sem að vorið færir manni eru svo krúttleg.

Svo tók ég líka mynd af Söru sætu með hryssunum sínum Prinsessu og Máney.........



En svo lenti ég í því að frekar fallegur fugl flaug yfir þegar ég stóð úti í girðingu.... ég sá ekki hvaða fugl þetta var... en ég giska á uglu..... en þið???

2 ummæli:

aldisojoh sagði...

Oh.. það er svo gaman að sjá myndir.

Sakna hennar Söru minnar svolítið.

Og hrikalega væri kúl ef þetta var ugla! Ertu búin að komast að því?

Huldan sagði...

Nei ekki hef ég komist að því enn