miðvikudagur, 3. ágúst 2011

:: Long tæm nó síí ::

Díses... ég er ekki alveg búin að vera að standa mig í bloggheimum. En hér hefur ekki mikið gerst svo sem...

Nokkrar pönnsur bakaðar.....



Fórum í mat til Brynju og Guja





Hafdís og Sara máluðu sig með andlitsmálningu......























Svo gerði ég heiðarlega tilraun til að baka lagköku... svona eins og Hulda amma gerði hana alltaf. Ég er nú ekki frá því að ég þurfi töluvert fleiri tilraunir til að ná þessu hehehe...


þriðjudagur, 14. júní 2011

::frí,frí,frí ::


Það er yndislega kjánalegt að vera í sumarfríi, og ekki get ég sagt að ég sé vön því að vera í svoleiðis fríi. Heimilið mitt hefur sjaldnast haldist svona fínt marga daga í röð, ég hef ótrúlega mikinn tíma til að gera allt og ekkert. Ég er búin að fara ótrúlega oft austur á Ægissíðu síðustu daga, sem er ljúft... fullt hægt að gera í þessum frítíma en spurningin er bara hvað maður ákveður að gera hahahaha.
Nokkrar myndir af Sörunni fylgja þessari færslu.....










sunnudagur, 12. júní 2011

:: Dagur tvö ::

Merkilegt hve lítið álit maður getur haft á sjálfum sér. Ég hef alltaf talið mig vera með svakalega litla sjálfstjórn, að ég sé ekki nógu staoil til að gera hitt og þetta. En nú er það svo að ég er á öðrum degi í tóbaksbindindi, og gengur það enn, þannig að einhverja sjálfstjórn hlýt ég að hafa í mér. Hins vegar verð ég að segja að þessir tveir dagar eru búnir að vera fáránlega lengi að líða. Kanski að hluta til út af því að ég get bara alls ekki sofið út á morgnanna, sem er ferlegt. Sama hvað ég reyni þá bara gengur það ekki upp... rise and shine klukkan átta og ekki mínútu seinna. Þetta er eitthvað sem ég verð að reyna að vinna í ....

mánudagur, 30. maí 2011

:: Hósti og hor ::

Ekki get ég nú sagt að þetta ástand á mér sé í uppáhaldi. Hósti og hor í nefi er það sem einkennir mig þessa dagana og satt að segja þá er ég orðin ótrúlega leið á þessu. Ég virðist ekki koma neinu í verk á heimilinu né annarsstaðar... en það fylgir þessu kanski bara. Nú bíð ég bara eftir því að fá heilsuna mína aftur svo að ég geti farið að gera eitthvað af viti hehe...

miðvikudagur, 25. maí 2011

:: Hvernig fæ ég nennið mitt aftur? ::

Mig langar að prjóna nýja lopapeysu á kallinn..... en ég nenni því ekki
Mig langar að vera duglegri í húsverkunum.........en ég nenni því ekki
Mig langar að baka eitthvað spennandi.................en ég nenni því ekki
Mig langar að hreyfa mig meira..............................en ég nenni því ekki

Það er bara ekkert nenn í mér þessa dagana

þriðjudagur, 24. maí 2011

:: Sveitasæla ::

Veit ekki alveg hvað er að gerast eiginlega... tvisvar sinnum á einni viku er ég búin að fara austur á Ægissíðu, og það er bara yndislegt. Enn bara komin 4 folöld, en það styttist í fleiri. Þessi litlu líf sem að vorið færir manni eru svo krúttleg.

Svo tók ég líka mynd af Söru sætu með hryssunum sínum Prinsessu og Máney.........



En svo lenti ég í því að frekar fallegur fugl flaug yfir þegar ég stóð úti í girðingu.... ég sá ekki hvaða fugl þetta var... en ég giska á uglu..... en þið???

mánudagur, 23. maí 2011

:: Hvert fór sumarið?? ::


Ég get svo svarið fyrir það að á þessum tíma árs á að vera komið nokkurs konar sumar. En nei... nú er 1° hiti (sem sagt skítakuldi) rok og af og til er búið að vera slydda hér í dag. Kanski á maður ekki að vera að kvarta þar sem að engin aska hefur sést hér, maður á kanski bara að vera þakklátur fyrir blessuðu norðanáttina. En þrátt fyrir skítakulda, rok og slyddu þá ákváðum við hjúin að grilla okkur svínakótilettur og fínerí.

sunnudagur, 22. maí 2011

::Ný byrjun::

Er ekki málið bara að minnka notkunn á facebook og blogga í staðinn? Ég er að spá í að prufa það allavegana.

Nú er komið að blessuðu þrifunum í skólanum, en það styttist óðum í hið langþráða sumarfrí... jibbý!! En það eru samt einhverjar vikur í það enn þannig að málið er bara að massa þessi þrif og vera búin sem fyrst. Undanfarnar vikur er ég búin að vera í letikasti dauðans, og það er ekki laust við að ég skammist mín örlítið fyrir það. Ídag ákvað ég að vera sniðug og skella mér á Ægissíðuna fögru og váá hvað það var ljúft, það er allt of langt síðan ég hef farið þangað. Mamma, Sara og Dóra Birna komu með og við kíktum á folaldsmerarnar og tryppin líka, enn sem komið er eru bara komin fjögur folöld. Á heimleiðinni kíktum við í kaffi á Þorfinnsstaði og ég fór heim með fullan dall af eggjum sem að eiga eftir að koma að góðum notum. Þegar heim var komið fór ég í þrif-gírinn og tók aðeins til hendinni, merkilegt hve vel manni getur liðið eftir svolítil þrif.